Snorri Hergill

Snorri Hergill

Wednesday, December 14, 2005

Umm.. hóst.. *bank bank bank* er kveikt á þessu?

Af því að ég nota Blogger logonið mest til að kommenta hjá Árnabróður, finnst mér viðeigandi að laga pínu til. Ég skrifa sama sem ekkert á þessa síðu lengur, heldur held ég mig meira á blogginu mínu á útlensku, en það er þannig af því að ég þykist eiga heima í útlöndum og svo á ég vini útumallt og sumir verða fúlir þegar ég segi þeim að hætta að vera fávitar og læra bara Íslensku.
Djöss frekja.

Tuesday, November 23, 2004

Það er annaðhvort eða.

Ég bókstaflega finn hausinn á mér klofna bara við tilhugsunina um að halda úti 2 bloggum. Þannig að þessi fer í aðra pásu í bili - þar til ég nenni ekki að vera Livejournal lengur.

Maður Á ekki að vakna þegar er dimmt úti!

Þreyttur. Samt búinn að gera mikið í þvottamálum.

Náði að vera hálfviti í internetsamskiptum við yndisvinkonu mína sem hefur mér ekkert gert. Kæra vinkona - ég vona að þú lesir þetta. Fyrirgefðu í mér aulaháttinn. Þetta var eins vel meint og þetta var ótrúlega .. ótrúlegt ... að nokkur skuli láta svona útúr sér.

Monday, November 22, 2004

Jæja.

Ég ætla að reyna að sjá hvort ég geti haldið við og haldið úti 2 bloggsíðum - á Ensku og svo á ástkæra ylhýra - því það er svo grúví. Búast má við ýmsu á meðan ég læri aftur á Blogger, sem hefur breyst ansi mikið síðan 1732, þegar ég bloggaði síðast.

Tuesday, March 25, 2003

Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar.

Ég hef ekki athyglina í að halda uppi bloggsíðu á Íslensku *og* Útlensku.

Því vísa ég lesendum síðunnar - hverjir sem þeir svo eru svosem - á LiveJournal - síðuna mína. Hún er miklu flottari.

Wednesday, March 05, 2003

http://boards.straightdope.com/sdmb/showthread.php?threadid=160851&perpage=50&pagenumber=1

Muuuhmuhmuhmuh
]8-D

Saturday, February 08, 2003

Búinn að vera hálf-lasinn síðustu 4 daga. Þá meina ég nákvæmlega hálf-lasinn. Ég er hvorki frískur NÉ ALMINNILEGA VEIKUR :-@ - og er alveg að verða VITLAUS á ástandinu. En það er nú svo. Það er líka erfitt að ná upp skóladampinum aftur - er að fara í gegnum hluta af gagnasafnsfræði sem er rétt aðeins leiðinlegri en deyfingarlaus rótarfylling. En - Arbeit muss Sein.

Muh gagnasafnsmuh
]8-|

Tuesday, February 04, 2003

Ég er stundum neikvæður. Mér finnst lífið stundum hundleiðinlegt, og heimurinn ómögulegur. Jú - það kemur fyrir.

Hvernig ætli fólkið sem bjó til þessa síðu meikiða í gegnum daginn?

Muuh?
]8-o