Snorri Hergill

Snorri Hergill

Tuesday, November 23, 2004

Það er annaðhvort eða.

Ég bókstaflega finn hausinn á mér klofna bara við tilhugsunina um að halda úti 2 bloggum. Þannig að þessi fer í aðra pásu í bili - þar til ég nenni ekki að vera Livejournal lengur.

Maður Á ekki að vakna þegar er dimmt úti!

Þreyttur. Samt búinn að gera mikið í þvottamálum.

Náði að vera hálfviti í internetsamskiptum við yndisvinkonu mína sem hefur mér ekkert gert. Kæra vinkona - ég vona að þú lesir þetta. Fyrirgefðu í mér aulaháttinn. Þetta var eins vel meint og þetta var ótrúlega .. ótrúlegt ... að nokkur skuli láta svona útúr sér.

Monday, November 22, 2004

Jæja.

Ég ætla að reyna að sjá hvort ég geti haldið við og haldið úti 2 bloggsíðum - á Ensku og svo á ástkæra ylhýra - því það er svo grúví. Búast má við ýmsu á meðan ég læri aftur á Blogger, sem hefur breyst ansi mikið síðan 1732, þegar ég bloggaði síðast.