Snorri Hergill

Snorri Hergill

Saturday, December 28, 2002

Jújú - blessuð jólin komin - og viti menn - ég fékk skaftpott. Hverjum hefði nú dottið það í hug. Litlibróðir orðinn 19 ára, ég orðinn 28 ára og tíminn líður - sama hvað maður biður hann vinsamlegast um að gera það ekki. En það er nú svo. Nú á ég rétt tæpa viku eftir í vinnunni minni, og svo fer ég að leika við sætubörnin í skemmtilega skemmtilega skólanum mínum. Gaman að því. Hitti Eyrúnu hina Fjölspöku á labbi í gær, og kinnar voru kysstar. Ekkert nema gott um það að segja. Áramótateiti hefur verið bókað - er að velta fyrir mér hvort maður eigi að skrópa í hinu árlega áramótaskaupsglápi og subsequent rakettuskytteríi í Kópavoginum... ah - sá sem á völina á sannarlega kvölina, og dettur mér þá einna helst í hug Þórarinn Eldjárn hinn Frómi og örljóð hans um dyrabjöllur:

Sá sem er sloppinn í sloppinn er sloppinn -
og þarf ekki að svara.

Nú - svo var einhver slordóni sem keyrði aftaná hann Viðar minn og skemmdi hann - og mun sá hinn sami verða sóttur til saka, stangaður og hýddur á almannafæri ef næst íann. Viðar afþakkaði Vífilsgötuspítalann, en líðan hans er víst eftir atvikum bærileg - hálshnykkur og hné-eymsl ku hrjá kappann. Þessi frétt er oss eigi þóknanleg, og æskilegt að nánustu vinir manns drulli sér á forsíðu mbl.is fyrir eitthvað annað en að slasa sig - enda heyra vinir mínir undir slösunarfriðhelgi og hananú.

Muh muh? Árekstur muh? MUH? *stang*
]8-/


Tuesday, December 24, 2002

Ég var víttur í teiti hér í bæ fyrir að vera jafnslakasti Bloggari í heimi, og fyrir að hafa ekki skrifað lofs-muh um Two Towers. Nú - ég lýsi mig hiklaust sekan um allt þetta, sem og hnignandi hagvöxt og ástandið í austurlöndum fjær. En það er nú svo. Þegar maður er svona fjölhetja eins og ég, troðandi upp bæði hingað og þangað, gefst ekki alltaf tími til þess að skrifa um hluti. Tími til þess að blogga um líf sitt er jafn mikill og tíminn sem maður hefur til þess að lifa því. Núúú fæ ég hausverk. Memo to self - ekki hugsa flóknar hugsanir. En - það er nú svo - bráðum koma blessuð jólin - þá fæ ég kannski skaftpott.

Muh muh muh - muh muh muh - muh muh muuuuh muh muh
]x-)