Snorri Hergill

Snorri Hergill

Saturday, October 26, 2002

Fór í djúpulaugarviðtal - það var ágætt víst... ekki auðvelt að vera fyndinn á 2 mín :P - missti mig - ekki góð hugmynd að impróvísera.... Kolla beib reddaði mér þó út úr þessu - þessi elska. Restin gekk bara vel - vona að ég hafi ekki orðið mér (og Baldvinu) til skammar... en - ég er búinn að ákveða byrjun sem mig langar til þess að nota, og ætla að standa og falla með henni. Fukkinay.

Friday, October 25, 2002

Reyndist ok rétt vera - Eddi vinur kom mér aftur í gott skap. Hann var þó textaður á sænsku. Ég er að spá í að gera grín að því. Kannski virkar það - kannski ekki. En - nú skal um sögur skrifað. :P
Stress. Stress stress stress. Ég var að sjá síðasta keppandann, og nú eru einhvernveginn þessi úrslit orðin ..'til' ef svo má segja. Síðasti keppandi var þrælöruggur á sviði, skarpur og hvass. Salurinn var hans megin frá byrjun. Það eina sem ég gæti sett út á hann - kommon, auðvitað finnur maður eitthvað til - var að mér fannst efnið hans full.... vúlgart ef hægt er að segja svoleiðis. Ekkert að því svosem - maður er kannski að verða gamall. En - nú fyrst verð ég alminnilega stressaður - og svo róar það mann ekkert að vita af Birni endurskrifandi og æfandi sig ... svo kemur hann þeysandi ofan úr dölum eins og í hverri annarri gæða-íslendingasögu. En það er nú svo. Ég verð allur rólegri ef það gengur vel að testa prógrammið á Laugardaginn. Svo þarf bara að breyta, bæta og æfa ef það gengur ekki. Var að fá annað standup-tilboð, þannig að það má vera ljóst að bransinn (ef bransa skyldi kalla) sýnir alveg velvild í minn garð ... en ég veit ekki hvort ég bæti þessu við nú þegar pakkað prógramm... æi - ég veit EKKERT hvað ég er að segja. Ég ætla bara að fara að skrifa. Og hlusta á Zero 7. Og vona að KaZaa skili mér Eddie Izzard - hann hjálpar til við að róa taugar. Mmmm... Eddie Izzard fyndinn... *bonk*

Thursday, October 24, 2002

Bara hugleiðing. Þessi helgi verður róleg - næsta helgi lítur sirka svona út:

Fimmtudagur
1900-2000 Spila í kokteilboði hjá Heklu.
2200-2330 Fyndnasti maður Íslands - úrslit
Föstudagur
1130-1600 Fyrsti vinnudagur í nýrri vinnu.
Laugardagur
1200-1800 Spila á 50 ára afmæli Volkswagen á Íslandi
Sunnudagur
0100-0500 Spila á Gauk á Stöng
1200-1800 Spila á 50 ára afmæli Volkswagen á Íslandi
1800 Almennur dauði
Líkamsrækt dagsins hefur verið skipt út fyrir almenna mannrækt.
Djös - Þorsteinn Ásmundsson, hinn illi freistari, hefur boðið betur en strætóferð upp í garðabæ í -800°c og líkamsrækt. Samningsviðræður standa yfir í þessum töluðu orðum.
Vaknaður - gott. Á leið í rækt aftur. Svaf monster vel - er úthvíldur - ætla á undanúrslitakvöld í kvöld til þess að sjá síðasta úrslitagaurinn. Siggi ætlar memm... :P Það þýðir reyndar enginn fótbolti :( ... allt of margir kettir í fanginu á mér :P ... kelisjúku kvikindi :P
Síðasti póstur kvöldsins - vér göngum til náða eftir alveg hreint ágætis skrif-nótt. Hamsturinn er rólegur, byrjunin hefur verið endurskrifuð, Skotta hefur fengið að heyra smá í gegnum MSN, og allir eru sáttir. Á morgun ætla ég að hlaupa í ræktinni.
Hamsturinn er að skila sínu í augnablikinu - ég er farinn að hlakka til að prófa nýju djókana. Zero 7 skemmta mér með krúttlegum undirleik - Distractions er ALVEG gott lag. Svo sótti ég líka Les Fleur - sweet lokaverkefnis-memories. Ég sakna skólans á sinn hátt - þó þetta standup-dót sé óneitanlega pínu gaman :P ... hver veit nema sé hægt að samræma þetta tvennt einhvernveginn. Búinn að sækja fullt af tónlist geðþekku norsku popparanna í Röyksopp - gamanaðessu. Allt að gerast - mikið spurt.
Urk - Viddi kominn með síðu - og búinn að kóða hana til og alles .... ég er svo HRIKAlega singleminded þessa dagana að ég hef ekki forritað stafkrók ...allan mánuðinn held ég - og það er ekki laust við að ég sé með samviskubit yfir því. En - what the hey - lífið verður aftur venjulegt (eða þá MJÖG skrýtið) eftir 31. Okt ...

Wednesday, October 23, 2002

Drattaðist á fætur og í rækt. Búinn að abjúsa KaZaa - símalínan mín er farin að hitna :P. Datt í hug snilldar pikkupplína á brettinu í dag :D - má vera að hún verði notuð einhverntíman....keypti fullt af mat - lífið er almennt þreytt en gott. Kisurnar eru sáttar.
Maður getur verið svo vitlaus - ég fer oft á þessa síðu og er hissa á að ég hafi ekki skrifað neitt nýtt síðan ég fór síðast inn... :P ... allavega - sólarhringurinn minn er núna Ástralsk/Brasilískur með smá snert af Frönsku. Held ég. Það stendur án gríns ekki steinn yfir steini hérna - og það verður afar fyndið að fylgjast með þróuninni fram að fimmtudegi í næstu viku (eins og ég verði ALLT í einu mistör næntúfæv þá)...

Tuesday, October 22, 2002

Mig langar í nýja tölvu.
Ég fór svona að spá - og ég komst að því að ég er ekki búinn að útskýra þetta með hamsturinn. Allavega. Heilinn á mér er ekki sáttur nema hann sé að gera 3-4 hluti í einu - lágmark - og ég fæ stundum þessa '11 hamstrar, sinn á hverju hlaupahjóli, að knýja hugsanaferli'-væb. Hamsturinn á standupp-rútínu-hjólinu hefur verið AFAR duglegur upp á síðkastið, og staðið í veg fyirir næringarnámi og svefni svo eitthvað sé nefnt.

Já - og Ósk á amm'li í dag. --<-@ .
Jæja - ástandið aðeins skárra. Litla kisa komin inn, og farin út aftur, en ekki þó fyrr en hún var búin að rukka klapp og almennt kelerí hingað og þangað. Heilsan aðeins að skána - beintengd inn í undarlegt mataræði, ég borðaði og þá lagaðist allt á undarlegan hátt. :P Funny how that works. Standup-hamsturinn er gersamlega að fara á límingunum - ég er kominn með nóg af hugmyndum í mitt eigið one-man show. Ef ég vinn þessa helv. keppni verð ég sennilega algerlega óþolandi (þá er ég að ganga út frá því að ég sé ekki alveg óþolandi nú þegar).
Og svo er ég líka að verða kvefaður. Og ég er að svíkja loforð við sjálfan mig um að hlaupa eitthvað smá á hverjum degi fram að úrslitum. Og sveiðí.
Ennþá vakandi - not good times. Litla kisa virðist vera týnd, og það er kalt úti og hún er ómerkt. Ég er byrjaður að skrifa, og sit hérna með massívan fýlusvip og skrifa fyndið stöff sem ég veit ekkert hvort sé fyndið eður ei. Svefnvana, svangur og allt er slæmt. Og kisa er týnd. Sveiðí.
Hmm. Vakandi og hress. Kisa situr uppi á borði, glápir á bendilinn á skjánum og reynir að veiða hann - sjaldan ásökuð um að stíga í vitið. Litla ófétið er úti - og búið að vera það ansi lengi - ég er að byrja að verða smeykur, en það er lítið sem ég get gert - hún kemur ef hún kemur. . Það er kalt úti, og litilir kettir verða líka svangir. Búinn að prófa opnunardjókinn minn á Viðari - hann var nokkuð sáttur. Breyta, bæta, laga - 's all good.

Góðir hlutir í heiminum:
Rittersport með piparmyntu, Hockey Pulver, kjötborðið í nóatúni, bakaðar kartöflur, rjómalagaðar sósur sem hægt er að borða með gaffli, skjár einn þegar maður er þannig stemmdur, allir þessir endalausu snillingar sem maður umgengst og fær þau forréttindi að kalla vini, bjór, Dressmann í kringlunni, tölvur, lopasokkar, íþróttir í sjónvarpinu á sunnudögum og þynnka - ef hún inniheldur sófa, nördana mína og NFL á Sýn.

Monday, October 21, 2002

Hmm. Vakti í alla nótt, sofnaði kl.1120, vaknaði kl. 2140. Áhugavert. Hinsvegar keypti ég mér bók *skömmustusvipur* og ætla því bara að chilla royally með einhverskonar rafrænu skemmtiefni og skrifa inn í rútínuna mína. Life is - if not good - interesting. :D
("Mu" var í þessu tilfelli ein 930 grömm af nautakjöti. Við vorum 3. :D)
Jæja - nú er ánægjan og hamingjan yfir sigrinum á Fimmtudaginn officially búin - ég á að keyra mömmu út á flugvöll eftir 3 tíma, og er andvaka af stressi yfir úrslitunum. Wouldn't have it any other way :D ... þetta verður allt saman hið áhugaverðasta. Horfði á Hart's War áðan - ágætis ræma. Gærkvöldið var líka fínt - karlmannlegt Mu með Palla og Jóni, smá vodkadrykkja, pínu fyllerí og almenn skemmtilegheit. Þessi dagur er annars búinn að vera ágætur :D. Nú vantar mig bara síma - og ú - já - ég fékk Dularfull Skilaboð© frá dularfullri konu sem sagði mér að 'myndbandið mitt væri tilbúið'. Þetta leit ekki út eins og run-of-the-mill ruslpóstur, þannig að ég hlakka til þess að kíkja á þetta mál allt saman á morgun.