Snorri Hergill

Snorri Hergill

Saturday, October 19, 2002

Murf. Væg þynnka og slappleiki í gangi - fékk mér neðaníðí í gær. Spjallaði mest við Svönu Snilling og Dóra (hinn pínulítið Drukkna) á HR-djammi, fór svo og hitti Viðar á Nasa. Ég ætla ekki að segja NEITT um Nasa. Zibbid :D ... en það er nú svo. Hitti Bjarna Töframann, og hellti mér út í eitt af massívari kómedíu-nördasessjónum seinni tíma. Viðar horfði á konur. Business as usual :P ... en allavega - ég veit EKKI hvað kvöldið ber í skauti sér - 4 bjórar í ísskápnum og 1 og tæplega hálf FLASKA af Stolichnaya í frystinum. Jón Geir hótaði mér blíðlega með því að mæta með Pál Einarsson í heimsókn - og ef af verður er sviðið tilbúið fyrir karlmannlegt vodkafyllerí. Svavarinn ætlaði líka kannski að láta sjá sig - allt að gerast, allt að gerast.

Svo er ég líka búinn að fá standup-gigg-tilboð óháð úrslitum í úrslitum - 's all good.

Friday, October 18, 2002

Það væri ekki alveg neitt voðalega nálægt sannleikanum að segja að ég væri einhversstaðar nálægt jörðinni ennþá. Ég sumsé vann mitt úrslitakvöld og fullt af fólki klappaði fyrir mér og margir skemmtu sér og ég komst meira að segja á Baggalút - það er ekki uppá hvern dag sem maður kemst í fréttirnar :D ... en sumsé - nú tekur við annað ferli - repeat and fade - skrifa grín fram á fimmtudag, prófa á völdum einstaklingum fram að úrslitum.
Var í viðtali hjá Sigurjóni Kjartanssyni - hann var þrælfínn og skemmtilegur, og studdi mig heggling :D - Þráinn sagði að ég væri höfðingjasleikja..... ég sé engan flöt á því að rengja það... flugmálastjórn var að hringja og biðja mig um að slaka aðeins á - egóið mitt er að trufla flug til Ísafjarðar...

Wednesday, October 16, 2002

Pifjúkkett - fullt af góðu fólki búið að stappa í mig stálinu... er samt stressaður. En það er nú svo. Núna er ég EKKI að:
- taka til í íbúðinni
- vinna verkefni fyrir næstu önn
- skapa mér frílans-atvinnutækifæri til þess að ráða betur við Nóvember (sem verður arfa-magur)
- rækta mig (fer reyndar kl. svona sirka 20 - en ég er ekki að því núna)
- setja í þvottavél
... og mér er alveg sama :D - ég er svo mikill rebell að ég veit ekki hvað ég á að gera VIÐ mig :D
Hmm - maginn að sætta sig við þessa óvæntu næringu :) ... en en en. Sá lokaþáttinn af Bachelor í gær (eins og Ósk), og var mikið að spá í breyskni mannsins við að fylgjast með þessum raunveruleikaþáttum. Ok - ég veit - ég er 100 árum á eftir með þessar vangaveltur - en engu að síður - þegar ég var að horfa á Alex (sleazeball.com) velta sér uppúr þessu tilbúna drama var ein spurning sem mér var ofar í huga en aðrar - af hverju í ósköpunum ætti mér ekki að vera hjartanlega sama?? Svo sat ég og horfði á þáttinn - vitandi að það væru svona 500 hlutir sem ég gæti gert í staðinn - og stóð sjálfan mig að því að taka afstöðu til hluta sem komu mér sannlega EKKERT við. Á meðan þetta er ekki einu sinni byrjunin á krufningu á Amerísku þjóðarsálinni (sem er það sem er að brjótast um í hausnum á mér þessa dagana) þá er þetta samt fyndin pæling - hvað er það sem gerir okkur ginnkeypt fyrir því að setjast niður fyrir framan sjónvarpsþátt og byrja allt í einu að 'halda með' einhverjum? Erum við náttúrulega hlynnt því að velja okkur lið í tilverunni og standa eða falla svo með því? Mér er spurn. Mér fannst fyrst Amanda sætari samt - (here we go) - en svo fannst mér Amanda eiginlega bara skerí samt ('I can´t WAIT to get to be middle-aged' *hrollur*) og svo komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri sennilega mest fake sjónvarpsefni sem ég hefði NOKKURN tíman séð - allavega þangað til 'Survivor is rigged'-bólan springur.

Ætli það sé ekki hluti af því sem er að bögga mig með blessaðan kanann - mér finnst veruleikinn sem hann býr sér til vera að fjarlægjast okkar veruleika hérna megin við atlantshafið - og fjarlægðin frá þeim veruleika sem ég skil (sósíaldemókratismi, Einar Áskell, bmx-hjól, Ísbúðin sem var einusinni í Hagamelnum og svo framvegis) í veruleika kanans (Survivor, Bachelor, utanríkisstefna Bush-stjórnarinnar, bandarískt hagkerfi, bandarísk ofur-stórfyrirtæki sem stunda tvöfalt bókhald, andspyrnuhreyfingar innan Bandaríkjanna, sögulegir hernaðarlegir heims-yfirburðir Bandaríkjahers) er að verða svipuð og fjarlægðin í raunveruleikann þar sem það er bara tiltölulega kúl að sprengja sig í loft upp svo lengi sem maður nær nokkrum saklausum konum og börnum í leiðinni. Og ÞAÐ gerir mig tiltölulega smeykan.
*Ég* er alveg til - en ég er ekkert viss um að maginn minn vilji vera með í þessari fyndnustu-maður-keppni. Annaðhvort það eða þá að maður á ekki að borða 2 risastórar kjúklingabringur og hrísgrjón fyrir 18 manns í hádegismat. En [1 jinx coming up] - ég þarf bara að vera frískur og heill í 15 mínútur á morgun - how hard can that be? *blam*

...en það er nú svo. Prógrammið er allt að koma til - trikkið verður væntanlega bara að halda sér rólegum á sviðinu.... :P ...og vera ekki með ælupest eða eitthvað :D

Tuesday, October 15, 2002

Maginn segir MATUR! Farinn að skúra, borða og segja köttunum brandara.
Hmmm... Ameríku-pistillinn lætur á sér standa - nýtt input var að berast. Ég sá hina ágætu mynd 'The Majestic' - og ég veit ennþá ekki hvað ég á að segja. Jim Carrey er reyndar ein af hetjunum mínum - Hann, Eddie Izzard og Billy Connolly (og ENGINN af þeim er kani *jei*)... en það er nú svo. Ég er í ofur-stress-eye-of-the-storm-limbói út af keppninni - mér líður ágætlega, en það eru beljur að sveiflast í hringi í kringum mig Twister-style :P og húsvagnar - ætli kaninn kalli húsvagnana sína 'mobile homes' af því að þeir takast alltaf á loft í hvirfilbylum? Þetta er eitt af óleystum leyndarmálum sögunnar.

Monday, October 14, 2002

Hah - kosturinn við að vera með blogg sem enginn veit af er að maður getur skrifað þegar manni sýnist. Á næstunni er von á skrifi um Ameríku, en það er ennþá að gerjast í mér þáttur sem ég sá í sjónvarpinu - ja - raunar nokkrir þættir. American Embassy, The Bachelor, Survivor og Temptation Island. Það hefur örugglega verið sagt einhversstaðar að maðurinn riti söguna allstaðar nema í sögubókunum (og ef það hefur ekki verið sagt áður þá er það hérmeð sagt) - og þessvegna á ég eftir að melta aðeins hvað Ameríkan er að segja okkur um sjálfa sig. Meira um þetta seinna. (Ég er viss um að það getur ENGINN beðið :P)

Já, og Skotar rúla.