Snorri Hergill

Snorri Hergill

Friday, October 11, 2002

Ágætur dagur svona almennt - vaknaði snemma, fékk bíl hjá pabba, og sleppti plönum um að nota hann til þess að komast í líkamsrækt nær samstundis - svaf í staðinn í 3 auka tíma. Allt saman hið ágætasta - var vakinn af Bigga Nielsen, trommuleikara L&S, rétt fyrir hádegi (alltaf að koma fyrir mig) til þess að staðfesta hádegisdeit okkar, mætti svo niður á Thorvaldsen og tók 1 stk. viðtal við Land (Bigga) og Syni(Hreim) fyrir Tímaritið Sánd. Kíkti á ömmu, skilaði Pabba bílnum, fór í ríkið - og er núna sestur til þess að dytta að standuppinu og skrifa út 900 orða viðtal fyrir ekki neitt. Það sem maður lætur hafa sig út í. Carlsberg kominn í kælinn, Stolla-flaska í frystinn - life is good at the moment. Ætla að hitta ÁrnaBróður á eftir, og kíkja svo kannski upp á s1.com að prófa eitthvað af prógramminu mínu. Ef ég gæti ýtt á pásu og náð svona 6-7 tíma svefni núna, og vaknað aftur kl. 16:27, þá værum við að dansa :D
Bjössi vann sitt FMÍ-kvöld - verst hvað hann er helvíti fyndinn drengurinn. It is a shame I will have to destroy him. :s - nú er ég fyrst verulega smeykur - og á sennilega eftir að vera það þar til ég stíg niður af sviði á Fimmtudaginn. Jæja - ég er farinn að skrifa meira - breyta,bæta,laga.

Thursday, October 10, 2002

...en þó var synd að missa téðan kontakt, því hann átti það til að vera skemmtilegur. En það verður víst svo að vera - Rauðarárstígurinn og Snorrabrautin liggja hlið við hlið, but ne'er the twain shall meet. Svo er ég líka vaxinn uppúr því að halda uppi svona samskiptum - en þó ekki því að láta eins og hálfviti (sumsé ekki góða tegundin), og verður það mál tekið til skoðunar svona i rólegheitunum. Já - og svona með öðru - þá held ég að það sé komið niður á blað sem ég ætla að blurpa út úr mér þarna á Fimmtudaginn í næstu viku. *jeiii*. Eitthvað vantar þó uppá kampavínsflóðið - much work is to be done if I am to survive the elements. Það verður áhugavert að sjá hvort ég verð viðræðuhæfur eftir sautjándann...

Wednesday, October 09, 2002

Jæja - 1 stórt rifrildi - 1 msn-contact farinn. Ah well - 121 to go...
Veslings meme telst nú fullklárað. FrumSnorrinn nagaði bein - þetta verður góður dagur. Og jú - heilsan er að skána :D - joy to the world. Og Ósk er officially fúl út í mig :) Vona þó að hún nái sér upp úr því - hún er jú svo ágæt blessunin. Jón og Nanna - hið dýnamíska tvíeyki - eru að pródúsera að vanda, og eru ekki nema búin að redda mér svona semi-generalprufukrádi. Gotta love those people... sumsé - ég þarf takk fyrir að vera búinn að gera mér eins og eitt stutt standup-prógramm og læraða utanað fyrir Laugardagskvöld. Never a dull moment :P

Það er skemmst frá því að segja að ég er fastur í file-sharing orgíu og argasta sukki. Miles birtist ekki í súru súru útgáfunni af Purple Rain - og ekki lái ég honum það, karlgreyinu, þetta var tómt rugl - 14 mínútna rugl no less. Við kettirnir sitjum hér í rólegheitunum - ég fæ bland í poka, þær fá af og til lambakjötsbita (pabbi væri stoltur ef hann vissi ;)), og heilsan er svona allt að því að skána (7-9-13). Það er eins gott, því það er kominn tími á vikulegt skokk mitt í kringum klambratúnið íklæddur stuttbuxum einum fata. Svona getur maður verið heppinn.
Hmm. Þetta hefur verið dagur internetsins og hinna vondu hugmynda. Að setja upp KaZaa á vesælu litlu 128k isdn-tengingunni minni er svolítið eins og að ætla að þurrausa Atlantshafið með skeið. En það er nú svo. Er í augnablikinu að hlusta á pollsúra live-útgáfu af Purple Rain með Prince og Miles Davis - sem er þó ekki kominn fram á svið ennþá. Allt hið undarlegasta.

Tuesday, October 08, 2002

Hamingja - er afgangur af lambalæri í ísskáp, og enginn til þess að fylgjast með barbarískum aðförum við slátrun téðs lambalæris. FrumSnorrinn er sáttur.
Híhí - var að rífast við Ósk - neitaði að segja henni urlið á heimasíðunni. Good time had by all. :D
Ósk er alveg hjartanlega uppáhalds, og held ég alveg örugglega eigandi þeirrar heimasíðu sem ég skoða al-mest á internetinu .... *awooooooo*...
*GNIRK* ritstífla - ég ætlaði að gera grín að pickuplínum, og brá mér netvegis til þess að ná mér í eina eða tvær. EEEEkkki góð hugmynd. Villtist inn á eitthvað safn og er eins og er í sjokki yfir því að mannkynið hafi yfirleitt fjölgað sér. En það er nú svo. Nice shoes. Wanna fuck? *slap*
Jæja - þá er bara að prófa að pósta einu sinni enn og velta fyrir sér dugleysinu í að vera ekki löngu búinn að skrifa svona sjálfur - foj segi ég :P
Hér sit ég með lungu sem virðast niðursokkin í að gera sem nákvæmasta eftirhermu af Massey-Ferguson '58 - og hví ekki að nota tímann í að búa til BLOGG?? :P Ætli sé nokkurn tíman réttur tími fyrir nokkuð... ég er líka bara að forðast það að takast á við standöppið mitt - þó svo að ég sé búinn að lofa sjálfum mér verðlaunum fyrir ákveðna áfanga... maður getur verið soddan aumingi. Ég er sumsé með einhvern bron-skítis-fjanda - og það mælist eiginlega ekki hvað það sökkar mikið. En - það skiptir ekki alveg öllu máli - nú SKAL ég halda áfram með heimska standöppið.